tisa: mars 2006

föstudagur, mars 31, 2006

Dagur: Ég gef honum 8

Núna er það komið á hreint. Ég er í ljósmyndanefnd Kvennó 2006-2007. Vúhúú Nefndarfeeeerð!
Svona er maður líka virkur í félagslífinu.

Ég held að fjörfiskurinn sé farinn, ég hef ekki orðið vör við nokkuð lengi. Ég hefði kannski ekki átt að minnst á þetta. crap.

Leikslistarhæfileikar mínir skinu í gegn í dag þegar við settum upp leikþátt í Íslensku. Þar lék ég hirðmann sem ferðaðist um á mótorhjóli og varð síðan skotinn með haglabyssu því hann stríddi Hreiðari, sem var ljótur. Ég fór án efa á kostum.
Ég nýtti mér þessa leiklistahæfileika mína síðan og sagði enskukennaranum mínum að ég væri að fara til læknis til að ég fengi að taka munnlega prófið fyrst. Og auðvitað brilleraði ég í þessu prófi og var svo komin heim miklu fyrr.

Góður dagur.

Þar sem ég hef ekkert tímaskyn varð ég mjög hissa að það beið mín launaseðill heima. Það kom mér skemmtilega á óvart því ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að það væru mánaðamót. Já mjög góður dagur.

Svo opnaði ég inn í herbergið mitt og dagurinn varð svartur, svona eins og herbergið mitt er að verða á litinn smám saman. Ég fékk letikast og ákvað að það væri fyrir bestu að leggjast bara niður sem ég gerði.

Ætla að snúa mér aftur að því.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 16:17

2 comments

miðvikudagur, mars 29, 2006

Til hamingju allir

Þetta er búið að gerast.

Pabbi varð fimmtugur og allt voða gaman í kringum það. Ég og Erla systir fórum aðeins yfir um í Söstrene Grene og ákváðum að gerast listamenn, við keyptum málngapensla, trönu, málningarplatta og bara allan pakkan ... Við gáfum pabba sem sagt tvö ómetanleg listaverk og skelltum reyndar einu gjafabréfi með til að líta ekki út fyrir að vera nískari en allt.


Margrét, massamaskínan eina sanna, tók þátt í fitnesskeppni fyrir grunnskólana og svoleiðis valtaði yfir allt og alla í sinni grein. Reyndar var hún í liði og allir hinir í liðinu voru afskaplega lélegir þannig Seljaskóli vann ekki en hún Margrét .... úff passiði ykkur. Þessu var svo auðvitað sjónvarpað á Sýn á prime-time


Okei, skólinn... það er kosningavika þannig það er búið að vera dæla í mann nammi, ís, candyflos, kökum og öllu milli himins og jarðar, þannig ég er feit og fékk bólu.
En þar sem ég er auðvitað hápólítísk manneskja og telst vera dugnaðarforkur hinn mesti og frábær í alla staði ákváðum við stelpurnar, ásamt einum traustum dreng honum Natani, að skella okkur út í kosningabaráttu og buðum okkur fram í ljósmyndanefnd. Ég er frekar sigurviss þar sem enginn er að bjóða sig fram á móti og er maður tjahhh... sjálfkjörin.


Herbergið mitt er bókstaflega byrjað að mygla þar sem það er einhver raki á ferðinni undir rúmi. Grár stuttermabolur sem stóð á Australia skemmdist vegna myglu. Samt er ég ekki búin að þrífa... Ég er samt búin að skipuleggja rán á þrífikonunni sem þrífur húsið hans Magga.


Krakkarnir hérna hafa ákveðið að fara í grenju-maraþon og eru án efa búin að slá öll met ásamt þess að skemma það sem eftir var af geðheilsu minni.

Þetta er að fara að gerast

Ég er að fara að klára ökuskóla 2 á morgun og mun þá í framhaldi að því taka skriflegt ökupróf. Ég færist alltaf nær og nær.... mmmm roadtrip.


Ég neyðist til að kaupa afmælisgjöf. Ég hata að kaupa eitthvað handa öðrum vil eyða MÍNUM pening sem ÉG vann MÉR inn í MIG.


Það setuverkfall í vinnunni í dag. Það gengur þannig fyrir sig að allir vinna hægar og eru lengur að öllu. Afhverju finnst mér það ekki alveg meika sens að vera lengur í vinnunni þegar maður á að vera í verkfalli?


Ég ætla að taka herbergið mitt fyrir í dag. Eða að minnsta kosti að hugsa um að taka herbergið mitt í gegn.


Nú ætla ég að fá mér næringu.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 15:01

3 comments

mánudagur, mars 27, 2006

Sannfær

Áfram kem ég með minn stórfenglega sannfæringarkraft. Já mér er að takast að sanka að mér fólki á Hrafnistu. Ohhh ég er svo best.

En eftir tíu mínútur þarf ég að vera stödd úti í strætóskýli, svona helst, ef ég vil komast til vinnu.

Þannig ég veit ekki afhverju í fjandanum ég er að blogga.

Ég ætla bara að senda samúð mína til Ástralíu þar sem þeir eru víst uppiskroppa með banana. Svo sendi ég hamingjuóskir til pápa sem verður hálfnaður í hundraðið á morgun. Ég á nefnilega örugglega ekki eftir að blogga á morgun...

Lifið heil.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 16:06

5 comments

miðvikudagur, mars 22, 2006

jamm og já

Viðburðarík helgi hjá frú Tinnu.

Já, ég sagði frú Tinnu!

Vistmenn Hrafnistu virðast standa á þeirri skoðun um að ég sé frú. Ég sætti mig alveg við það þegar þau sögðu "Biddu konuna um meiri súpu" Ég get alveg höndlað það að vera kona.
Svo fór þetta að þróast yfir í "Afsakið fröken" og að lokum í "Fyrirgefðu frú"

Þá var ég ekki sátt, ég samþyki ekki að vera kerling á mínu sautjánda ári. Þannig þegiði gömlu beyglur ef þið eruð að lesa.



En já.... helgin víðfræga.

Sumir muna ekki eftir henni, en það geri ég.

Ég ákvað að heimsækja pabba minn upp í Grafarvog og að sjálfsögðu að nýta æfingaleyfið mitt í leiðinni. Þannig ég keyrði með pabba út um allar trissur og það var öskrað og svitnað, aðallega af pabba hálfu. Þótt ég "sjái ekki" einhverja ljóta Mözdu í hringtorgi er það ekkert til að kippa sér upp við. Ég bara sé það sem ég vil sjá og ég vil ekkert menga augu mín með Mözdum.

Þegar pabbi var búinn að jafna sig á þessum lífsháska fóum við á KFC og ég fékk mér majones með smá kjúklingi út á. Mæli ekkert sérlega með því.

Síðan rann upp laugardagskvöld með allri sinni dýrð. Þá skutlaðist ég á jeppanum hans pabba upp í Breiðholt og sótti Ásgerði. Ég held hún hafi hrifist mjög af hæfileikum mínum í að keyra. Ferðinni var síðan heitið til Magga Dan.

Ég nenni ekki að útskýra þetta nánar en segjum bara að sumir hafi verið í verra ástandi en aðrir og sumir urðu pirraðir og þurftu að bókstaflega draga suma heim til sín, þá voru sumir ekki kátir en aðrir bara hlógu að sumum.

Síðan auðvitað brunaði ég bara aftur upp í Grafarvog.... daginn eftir.


Þannig var nú það... en ég var að uppgvöta að skólinn minn ástkæri hefur breyst í stökkbreytt kjarnorkuskrímsli sem lætur mann allt í einu þurfa að læra og skila ritgerðum hægri og vinstri og lesa fjórar skáldsögur og ég veit ekki hvað og hvað. Mér finnst þetta svívirðilegt og asnalegt af skólanum að vera að ætlast allt þetta af mér. Ég er bara ein manneskja. Ég hef bara tvær hendur. Ég er löt.

Ég er það löt að ég er farin að kvíða fyrir því á hverjum degi að labba upp brekku eina sem liggur upp að skólanum og ef ég þarf síðan að fara beint upp á efri hæðina, þá dey ég oft í stiganum
En ég er ekki ein í brekkubaráttunni.......ég er ekki ein.

Ég er líka það löt að í seinasta leikfimitíma öskraði kennarinn á mig: Ef þú vilt fá mætingu þá verðuru að hreyfa þig eitthvað!!! Svo skrifaði hann eitthvað niður reiður á svip. Þannig ég sparkaði einu sinni í bolta. En ég er heldur ekki ein í leikfimibaráttunni.

Það kemur sér vel að eiga sálufélaga.


Tinna - Leti er lífstíll



tisa at 13:12

3 comments

fimmtudagur, mars 16, 2006

Ands#%"!#(**

Hjálp, ég er í sjálfheldu.

Mér leiðist svo ógeðlega mikið. Ég er gjörsamlega að farast úr leiðindum. Samt nenni ég ekki að hringja í neinn eða finna mér eitthvað að gera. Ég nenni því ekki, það er vesen. Ég þyrfti þá að finna síma, tala við einhvern sem er sársaukafullt vegna hálsbólguog mögulega yfirgefa þægilega stellingu.

Það er ömurlegt að vera ég. Ég vorkenni mér mikið.


En góðar fréttir í lífi Tinnu.

Ég fór í minn allra seinasta lífsleiknitíma á þessu ári, éghef aldrei verið jafn glöð. Þó að ég hafi tæknilega séð bara verið að mæta í tíma nr.3 í dag.

Þetta er frábært þar sem lífsleikni er dauði. Þetta sem var léttasta og lærdómsminnsta fag allra tíma, stökkbreyttist í fjármála- og bókhaldstíma í framhaldsskóla.

Oj.

Ég ætlaði að eyða öllu kvöldinu á msn, en svo mundi ég að mér finnst eiginlega hungleiðinlegt á msn. Ætti kannski að endurnýja kynni mín við Sims.

Maður myndi áætla að eins sorgleg manneskja og ég ætti að eignast kærasta en svo fór ég og gerði það og það hjálpaði ekkert.
Hvar er hann þegar ég er að deyja? Hvergi nærri!
Karlmenn eru ömurlegir. Ætlaði að gerast lesbía til að hefna mín en hann myndi örugglega bara fíla það.

Ömurlegt. Deyið ógeðslegu karlmenn. Oj ykkur öllum. Sveiattan.

Ég er ekkert bitur. Nei, nei.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 21:28

5 comments

þriðjudagur, mars 14, 2006

I'm back

Jæja, ég er búin að liggja fárveik og illa haldin vel og lengi en er að rísa úr ekkju minni núna.

Ég vil þakka öllum umhyggjusömu vinum mínum fyrir allar símhringingarnar, blómasendingarnar, kortin, blöðrunar og heimalærdóminn.....

Þar sem ég er búin að liggja í sjálfsvorkun í viku er mikið að blogga um.

Þannig að... sendið mér bara vorkunnarkomment.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 18:00

1 comments

miðvikudagur, mars 08, 2006

Rebeeeeel

Ég gerðist rótæk í dag. Með baráttuhug skundaði ég, ásamt mörgum fleyrum, á Austurvöll til þess að mótmæla. Þar var aragrúinn af framhaldsskólanemum samankominn til að mótmæla styttingu framhaldsskólanáms. Hell Yeah! Óeirðir í aðsigi.


En í gær skal ég segja ykkur þá hafði ég þemakvöld ásamt henni Margréti. Það var samt óvart. Við fórum í tölvuleik um Kína og borðuðum vorrúllur og núðlur, svo sungum við kínversk lög, eða okkar útgáfu á kínversku lagi. Ég er ekki frá því að Margrét hafi verið orðinn svolítið gulleit í endan á kvöldinu... Hver vill koma á næsta þemakvöld hjá Tinnu?

Ég nenni eiginlega ekki að blogga, er bara að því til að forðast barsmíðar.


Ætla núna að....

-Fara í nördalegasta tölvuleik sem ég finn mér
-Fara að keyra með pabba
-Taka til
-Læra heima

Erfitt.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 13:51

7 comments

mánudagur, mars 06, 2006

Alveg að koma, næstum því...já

Æfingaleyfi á morgun, þá mun líf mitt batna.
Það er erfitt að vera ég á mánudögum, sérstaklega vegna þess að ég píni mig til að vaka fram eftir til að horfa á Sex in the City síðan skóli og blessaða vinnan mín. Lost er bjargvættur mánudaganna. Ég elska þig, Lost. Ég elska þig meira en kók.

Á morgun mun ég geta keyrt út um allar trissur með grænan segul á skottinu og pabba í farþegasætinu, en ég vorkenni honum meiar en mér. Síðan í júní mun ég allt í einu eignast fullt, fullt af vinum. Eitthvað tengt því að ég mun vonandi verða komin á bíl þá.
Samkeppnin um road-trip með mér er ennþá í fullum gangi..... Það lítur samt út fyrir að ég þurfi að fara í svona þrjú ef ég vill halda lífi.


Ég ætla að segja smá frá dönsku, mínu uppáhald fagi í gervöllum heiminum.
Við vorum að horfa einhvera mynd um gaura sem opna slátrarabúð, búðinni gengur illa þannig þeir drepa fólk, marinera það, skera í sneiðar og selja. Þá gengur þeim allt í haginn og viðskiptin blómstra....... Danir

Makes you think

Smá innsýn í námið mitt.


Annars er ég að leita að styrktaraðila.
Helst einhver moldríkur olíujöfur sem getur styrkt mig í utanlandferðum mínum, skókaupum, bílkaupum og þar eftir götunum.

Ef þú ert olíujöfur, eða ríkur búgarðseigandi frá Texas hafðu samband.

Farin að þykistulæra undir enskupróf.


Tinna - Leti er lífsstíll





tisa at 19:56

2 comments

föstudagur, mars 03, 2006

Háspenna lífshætta

Á föstudögum er ferðum mínum í skólann þannig hagað að ég þarf að skipta yfir í leið 15 hjá Landsspítalanum til að fara í leikfimi. Það hefur alltaf verið þannig að 15 komi þremur mínútum eftir að ég stíg út úr s3. En ó nei, ekki í morgun þegar það er fimm stiga frost og vindur og ég, eins og mér einni er lagið, er berfætt í opnum skóm.
Ég stóð þarna á umferðareyju fyrir framan Landsspítalann í hálfa klukkustund. Ég varð svona frekar pirruð. Þegar vagninn lét svo loksins sjá sig fékk ég þá skýringu að hann hefði keyrt yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að lögreglan stoppaði strætó.

Og þetta bitnaði á greyið berfættu stúlkuni sem vildi bara fara í leikfimi.


Ég fór með pápanum að sækja um æfingarleyfi í dag. Einhver ofurhress karl sem reytti af sér brandara frá vinstri til hægri stimplaði á blað og gaf okkur auka spegil í bílinn. Ég velti því fyrir mér hvort að það hafi verið vegna þess að ég er örvhent.

Mig grunar samt að pabbi sé spenntari fyrir þessu en ég því að hann var búin að klippa út bílaauglýsingar fyrir mig og honum er alveg sama þó að ég fái ekki leyfið fyrr en eftir helgi, við förum bara út úr bænum segir hann, Mosó eða eitthvað. En samkvæmt pabba er framtíðarbíllinn minn Cadillac '85 eða einhver stór jeppi... right


Annars er ég að leita eftir einhverju stórskemmtilegu og ódýru til að gera um helgina, endilega hafa samband, ég mun bíða við símann í allan dag og í alla nótt.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 16:30

3 comments

fimmtudagur, mars 02, 2006

Traffic here I come

Ég var að koma úr 10. ökutímanum, ég var að bakka.

Mig er farið að gruna sterklega að þetta með kvenmenn og að bakka í stæði sé satt. Ég og bakkgírinn erum vægast sagt ekki bestu vinir.

Engu að síður verður æfingaleyfið komið í höfn eftir helgi og þá verður jeppinn hans pabba fyrir barðinu á mér.

Ég er ekki ennþá búin að fá afhendar neinar mútur til þess að fá að koma í hið stórfenglega road-trip sem fram undan er. Þið eruð ekki að standa ykkur krakkar!

Hér eru nokkrar hugmyndir um mútur.

Gefið mér Sex in the City seríurnar og Simpson 7.
Máliði og innréttiði herbergið mitt.
Ég afþakka ekki BMW.
Ótakmarkað magn af bragðarefum.
Heilsdags nudd, framkvæmt af Johnny Depp. Mmmm....

Bara svona til að koma ykkur af stað með þetta.


Best að koma sér til Magga og gera óspart grín af þumlunum hans.

Hey, ég gekk á súlu í vinnunni áðan, tvisvar.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 22:41

3 comments

miðvikudagur, mars 01, 2006

Hæ Kalli

Það virðist allt fara til fjandans þegar ég yfirgef tölvuna mína í nokkra daga, fólk fer að gruna mig um að hafa blokkað sig á msn og skammar mig fyrir að blogga ekki nóg. Það eru engin takmörk fyrir því hvað ég mikilvægur partur af veraldarvefnum.

Ástæða mín fyrir þessu hvarfi er sú að ég er upptekin!

Ég er upptekin við að læra á bíl.
Ég er upptekin við að vinna fyrir ökunáminu mínu.
Ég er upptekin við að sofa í tímum.
Ég er upptekin við að eiga kærasta.
Ég er upptekin við að fá 3.1 í prófum.
Ég er upptekin við að sofa.

Sorry Kalli (Tölvan mín heitir Kalli) ég er busy.


En já, Tinna hin örvhenta og örvinglaða er sest undir stýrið og þeir sem verða fyrir barðinu á henni eru kantar og aftur kantar. Mér fer samt fram þó ég drepi óspart á bílnum við stöðvunarskyldu og önnur tækifæri og keyri alltaf á 50 í 30 götum. Engin er samt dáinn af völdum mínum, þó ég myndi óhikað negla á nokkra útvalda einstaklinga. Því eins og Óli ökukennari segir þá er það hann sem er ábyrgur.

Manneskja sem ég myndi keyra á, bakka svo aftur og að lokum keyra aftur yfir er maður sem ég kýs að kalla Hr. Laugardagskvöld.

Laugardagskvöld er feitur maður með ljót gleraugu og alltaf er hann í ógeðslegri, brúnni úlpu. Hann leggur það í vana sinn að koma í vinnuna og sníkja mat með eins dónalegum hætti og mögulegt er. Hann kvartar og kveinar og heimtar meira, blótar að manni og lætur við mann eins maður sé skíturinn undir skónum hans.

Takið eftir að þetta er ekki vistmaður á Hrafnistu.


Skemmtileg staðreynd: Á morgun verð ég komin með æfingaakstur, það styttist í þetta...

Svo þarf ég að fara að ákveða hverjum ég ætla að veita þann heiður að fara með í fyrsta road-trippið.


Jæja, komið með eins skemmtileg komment og þið mögulega getið.
Entertain me.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 14:44

7 comments